KVENNABLAÐIÐ

Fyrrverandi eiginmaður Lisu Marie Presley trúlofaður hárgreiðslumeistaranum sínum

Einkadóttir rokkkóngsins Elvis Presley hefur ekki notið mikillar gæfu í einkalífinu en hún skildi við Michael Lockwood árið 2016 og í hönd fór mikil skilnaðardeila. Michael er nú trúlofaður hárgreiðslukonunni Stephanie Hobgood, en þau Lisa Marie eiga 10 ára tvíburadæturnar Harper og Finley.

Auglýsing

Stephanie og Michael byrjuðu saman árið 2017 og segja nákomnir að hún hafi verið „kletturinn hans“ í þessum erfiðu málum.

Michael bað hennar á veitingastaðnum Pache í Los Angeles og hefru fagnað því að hún vildi eiga hann með fjölskyldu og vinum sem hafa stutt hann í gegnum skilnaðinn.

Auglýsing

„Hann hélt aldrei að hann myndi finna ástina á slíkum tímapunkti en Stephanie hefur stutt hann í öllu frá því þau kynntust og eru yfir sig ástfangin. Michael er mjög íhaldssamur og skrifaði bréf til föður hennar að biðja hennar. Fjölskylda hennar elskar hann og gáfu þau því sína blessun,“ segir vinur hans í viðtali við Radar.

Michael og Stephanie
Michael og Stephanie

Setti hann orðin „Will you marry me?” á diskamottu í veitingahúsinu. „Hún sat þarna í þögn í smástund og svo fór hann á hnéin og þá áttaði hún sig á að þetta væri alvöru og sagði „já.“ Hann setti hring á fingur henni frá ömmu sinni frá sjötta áratugnum og þau hafa nú þegar gert ráðstafanir fyrir brúðkaupið.“

„Michael vill bara losna við þessa martröð með Lisu og halda áfram með líf sitt. Hann óskar þess heitast að hún finni einhvern og geri slíkt hið sama.“

Michael hitti Stephanie, sem er hárstílisti stjarnanna, í gegnum sameiginlega vini í febrúar 2017. Þau náðu einstakri tengingu um leið.

Margir vöruðu hana við Michael en hún ákvað að láta það ekki hafa áhrif á sig og nú eru þau á leið í hnappelduna. „Hún hefur hitt stelpurnar og elskar þær og veit um stöðuna. Þetta hefur verið erfitt og allir vona að Lisa hætti að tefja skilnaðinn þannig hann sleppi.“

Lisa Marie hefur ásakað Michael um ýmislegt, s.s. að hafa barnaklám undir höndum. Þann 10 desember siðastliðinn úrskurðaði dómari að stelpurnar þeirra þyrfti að undirgangast heilsuskoðun m.t.t. andlegrar heilsu þeirrar í ljósi ásakana Lisu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!