KVENNABLAÐIÐ

Angelina er enn reið Brad og finnst hann hafa „rústað lífi hennar og barnanna“

Angelina Jolie hefur enn ekki fyrirgefið Brad Pitt, þrátt fyrir að hjónaband þeirra hafi endað fyrir meira en þremur árum síðan. Þetta segja margir heimildarmenn í nýrri útgáfu Us Weekly.

Auglýsing

„Angelina ber enn gremju í bjósti vegna Brads. Hún vill að hann taki ábyrgð því henni finnst hann hafa snúið lífi hennar og barnanna á hvolf,“ segir einn heimildarmannanna.

Brad (55) og Angie (44) voru saman í nærri 12 ár, gengu í það heilaga í ágúst 2014. Þau skildu svo í september 2017. Hann þráir að halda áfram með líf sitt en hún á miklu erfiðara með það.

Auglýsing

Angie er bitur þar sem hún getur ekki flutt frá Los Angeles þar sem Brad býr, en þau deila forræði yfir Maddox (18), Zahara (14), Shiloh (13) og tvíburunum Vivienne og Knox sem eru 11 ára.

Angie hefur sagt: „Ég myndi elska að búa annarsstaðar [en í Bandaríkjunum], en núna þarf ég að búa þar sem faðir þeirra kýs að búa.“

„Fyrir skilnaðinn var mikið flakk á fjölskyldunni, þau lifðu eiginlega hirðingjalífi og það var út af eirðarleysi Angie. Brad vildi að krakkarnir byggju við stöðugleika en Angie sagði að þau væru að leyfa börnunum einstaka æsku með því að leyfa þeim að kynnast mismunandi löndum, tungumálum og reynslu,“ segir annar heimildarmaður.

Annað sem Angelina er pirruð yfir? Að hún vildi ekki giftast Brad til að byrja með: „Henni fannst alltaf að Brad hefði þrýst á hana í hjónaband“ og það sé ástæðan „að hún mun aldrei gifta sig aftur.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!