KVENNABLAÐIÐ

Miley og Liam semja um „vopnahlé“

Fyrrum hjónin Miley Cyrus og Liam Hemsworth sömdu um að hætta árásum á hvort annað og hittast á hugleiðslufundum. Skilnaðurinn var frekar subbulegur og var Miley fljót að monta sig af nýjum elskhugum á samfélagsmiðlum.

Auglýsing

„Þau hafa bæði róast núna og Liam vill bara að þessum kafla ljúki þannig hann geti haldið áfram með líf sitt,“ segir innanbúðarmaður nafnlaust við Radar.

Liam (29) sótti um skilnað frá Miley í lok ágúst 2019. Nokkrum dögum seinna sást Miley í keleríi við Kaitlynn Carter. Eftir nokkrar vikur af því fékk Miley nóg og fór að hitta Cody Simpson. Það samband hefur einnig kólnað og bæði hafa samþykkt að taka eitt skref til baka.

Auglýsing

„Þau eru í smá pásu en vilja halda áfram að.vera vinir,“ segir heimildarmaðurinn. „Hún sagðist þurfa einbeita sér að sér sjálfri.“

Liam hefur einnig haldið áfram með áströlsku leikkonunni Maddison Brown. Þau hittast í rólegheitum og hafa ekki áhuga á að hafa sambandið opinbert.

Fyrrum elskendurnir eru því að finna nýja hamingju og er tími til kominn að grafa stríðsöxina.

„Miley lofar að hegða sér vel og er ekki bitur gagnvart honum og Maddison lengur,“ segir hann.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!