KVENNABLAÐIÐ

Lisa Marie Presley vann mál gegn fyrrverandi eiginmanni sínum

Lisa Marie Presley, þarf ekki að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum Michael Lockwood krónu eftir harðvítugar deilur fyrir dómstólum.

Auglýsing

Michael (57) reyndi að fá úrskurði hnekkt frá árinu 2007 sem var kaupmáli sem gerður var fyrir brúðkaupið. Dómari dæmdi Lisu Marie í vil að samningurinn stæði og hún þyrfti ekki að greiða manninum krónu í meðlag. Reyndi hann að halda því fram að hann hefði ekki lesið samninginn fyrir undirskrift, og hann hefði tapað mjög miklu á þessu hjónabandi en hann hafi helgað sig frama hennar.

Auglýsing

Lisa Marie segir hinsvegar að Michael hafi stolið af henni „milljónum“ í tíu ára hjónabandi.

Michael er faðir tvíburanna hennar, ein það eru tvær níu ára stúlkur.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!