KVENNABLAÐIÐ

Kelsey Grammer tjáir sig um leyndarmál hjónabandsins með Camille

Leikarinn Kelsey Grammer kom mörgum á óvart með því að tala opinskátt um allt sem miður fór í hjónabandi hans og Camillu. Fyrrum Frasier stjarnan (64) sagði að Camille sem varð svo stjarna í The Real Housewives of Beverly Hills, hefði hótað að skilja við hann daginn sem mamma hans var jörðuð.

Auglýsing

Kelsey hefur sjaldan sagt eitthvað um þetta þriðja hjónaband sitt, en í viðtali við Graham Bensinger um daginn sagði hann: „Í raun og veru, ég tala ekki mikið um hana því hennar líf hverfist um að tala um mig og mér finnst það aumkunarvert,“ sagði hann um Camille.

kelsey2

Kelsey og dansarinn/fyrirsætan Camille hittust á blindu stefnumóti árið 1996 og giftu sig í ágúst 1997. Þau keyptu sér ári seinna 4,5 milljón dala villu í Malibu með sjö svefnherbergjum og 13 baðherbergjum. Allt var í góðu í fyrstu en þau sóttu um skilnað árið 2010. Hann gekk í gegn árið 2011.

Auglýsing

Leikarinn segir að hann vildi skilnað þegar Camille vildi fá skilnað sama dag og móðir hans var jörðuð: „Mánuði eftir að ég fékk hjartaáfall fékk mamma líka – 12 ár síðan núna – og daginn sem hún var jörðuð vildi eiginkona mín varpa bombu. Og hún fór að segja við mig: „Þetta er búið, ég er farin“, bla bla bla, og var sama ræðan og fyrir átta árum síðan og það var bara þreytandi,“ segir hann.

„Ég áttaði mig þarna að þetta var búið. Ég ætlaði ekki að vera lengur í þessu sambandi. Minna en ári seinna var það búið.“ Kelsey hefur einnig sagt að í 10 ár áður en hjónabandinu lauk stunduðu þau ekki kynlíf.

kelsey3

Kelsey er afskaplega hrifinn af fjórði eiginkonu sinni, Kayte Walsh, sem hann kvæntist 2011. Hún hafi „víðari sjóndeildarhring,“ og sé „vitur og heil manneskja.“

Kelsey og Camille þurftu að nýta sér staðgöngumóður til að ganga með börnin þeirra Mason og Jude, sem setti mikið álag á hjónabandið. Hún ásakaði hann um framhjáhald og var svo sú síðasta sem hló þegar grínarinn þurfti að greiða henni 30 milljónir dala við skilnaðinn. Þrátt fyrir að þau hafi verið skilin í átta ár er Kelsey greinilega enn bitur.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!