KVENNABLAÐIÐ

Grunur um misnotkun: Börn Lisu Marie Presley tekin af henni

Átta ára tvíburar Lisu Marie Presley, dóttur söngvarans sáluga, Elvis Presley var komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum eftir að upp komst um föður þeirra, Harper Lockwood. Fundust afar óviðurkvæmlegar myndir og myndbönd af börnum í tölvunni hjá honum.

Lisa Marie og Harper eru í miðju skilnaðarferli og áttu tvíburarnir að vera hjá barnaverndaryfirvöldum til 17. mars næstkomandi en samkvæmt Radar hefur Pricilla Presley, amma barnanna tekið þær að sér. Priscilla sem er 71 árs birti mynd af glöðum tvíburum, þeim Harper og Finley,  á Facebooksíðu sinni og segir: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir allan jákvæðan stuðning.“

lmp

Lisa Marie segist hafa fengið áfall: „Mér varð hreinlega óglatt,“ segir hún í réttarskjölum en þau berjast nú um forræðið og auðævi Lisu.
Lisa sem er einkabarn Elvis Presley segir að lögreglan í Beverly Hills hafi uppgötvað 80 atriði sem stangast á við lög þegar leitað var á heimili þeirra: „Mér er sagt að lögreglan sé í fullu við að rannsaka myndirnar og myndböndin sem uppgötvuðust. Ég veit ekki hvað fleira er að finna í tölvunum hans og ég er hrædd um að fleira ógeðslegt eigi eftir að líta dagsins ljós.
a lmp
Lisa Marie og Harper giftu sig árið 2006 og sóttu um skilnað í júní 2016.
Harper hefur átt við hjartavandamál að stríða og var sjúkrabíll kallaður til á síðustu þakkargjörðarhátíð.
Sálfræðingurinn Dr. Carole Lieberman sem ekki hefur verið með mál Lisu Marie, segir að hún sé sennilega að eiga við pabbavandamál (e. daddy issues). „Stúlka sem hefur gengið í gegnum dauða föður síns 9 ára gömul, hún elskaði hann og allir elskuðu hann, sérstaklega konur. Er ekki rökrétt að álykta að hún sé að leita að staðgengli? Fyrrum elskhugar: Danny Keogh leit út eins og Elvis, Michael Jackson var poppkóngurinn, Elvis var rokkkóngurinn…Nicholas Cage var trylltur aðdáandi Elvis og Harper var gítarsnillingur, framleiðandi og leikstjóri.“
Hjónin með stúlkurnar nýfæddar
Hjónin með stúlkurnar nýfæddar

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!