KVENNABLAÐIÐ

Bless, Ben Affleck! Jennifer Garner komin með nýjan kærasta

Leikkonan Jennifer Garner hefur nú loksins haldið áfram eftir skilnaðinn við Ben Affleck og öllu því veseni sem því fylgdi með meðferðir, ástarsambönd, framhjáhald og fleira. Peppermint leikkonan hefur nú eignast heitan ungan kærasta nokkrum vikum eftir að endanlegur skilnaður gekk í gegn.

Auglýsing

Hinn heppni heitir John Miller og er 46 ára viðskiptajöfur. Er hann forstjóri CaliGroup sem á Miso Robotics og 50 CaliBurger veitingastaði.

Þrátt fyrir allt dramað sem gekk á með Ben hafa þau verið að hittast í sex mánuði: „Þetta er orðið alvarlegt,“ segir heimildarmaður í viðtali við Us. „Jen dregur fram það besta í John og hann er sennilega hamingjusamastur í lífi sínu. Þetta er ástríkt, heilbrigt samband.“

Auglýsing

Eins og margir vita var samband Jen og Ben langt frá því að vera heilbrigt. Leikarinn átti við áfengisvanda að stríða (og á enn) og hélt meira að segja framhjá konu sinni með barnfóstrinni.

Þrátt fyrir að hún hafi verið Ben stoð og stytta í vanda hans getur hún nú loksins einbeitt sér að sér sjálfri: „Hún er tilbúin að takast á við næsta kafla í sínu lífi,“ segir heimildarmaðurinn.

Ben er að reyna að komast í bata og er nú einhleypur eftir skammvinnt samband hans við Shauna Sexton (22).

Það er þó einn galli á þessu nýja sambandi: John er enn giftur og á í harðvítugri skilnaðardeilu við konu sína Caroline Campbell, sem hann er að skilja við. Segir hún hann stjórnsaman og eiga þau tvö börn saman. Þau skildu að borði og sæng árið 2011 og eru enn að deila.