KVENNABLAÐIÐ

Ben Affleck þarf að sanna að hann sé edrú í hvert sinn sem hann mun taka börnin sín

Leikaraparið Jennifer Garner og Ben Affleck eru skilin eftir þriggja ára þrautagöngu og nú er verið að ganga frá forræði og umgengni við börnin þeirra þrjú, Violet (12), Seraphina (9) og Samuel (6). Ben, sem nýverið hefur lokið 40 daga meðferð við áfengisfíkn og segist vera að berjast við að halda áfram edrú, „fyrir sjálfan mig og fyrir fjölskylduna.“

Jennifer og börnin þrjú
Jennifer og börnin þrjú
Auglýsing

Dómsskjöl frá hæstarétti í Kaliforníu sýna svart á hvítu hvernig fyrirkomulagið mun vera, en Jennifer bað um að skilnaðinum yrði flýtt og hún fengið tímabundið forræði á meðan.

Auglýsing

Þau höfðu sæst á sameiginlegt forræði en barátta Bens við Bakkus hefur sett strik í reikninginn varðandi umgengnina. Nú þarf Ben að undirgangast próf og hafa á sér mæli til að sanna að hann sé edrú þegar hann fær að umgangast börnin til að tryggja öryggi þeirra.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!