KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner grátbiður Khloe Kardashian að semja frið

Fyrrum stjúpi Khloe Kardashian, Caitlyn Jenner, hefur ekki talað við hana svo árum skiptir. Caitlyn er nú að reyna að nálgast Khloe eftir atburðarás undanfarinna daga, en barnsfaðir Khloe, Tristan Thompson, hélt sem kunnugt er framhjá henni og eignaðist hún dótturina True í kjölfarið: „Caitlyn er í örvæntingu að reyna að ná sambandi við Khloe og trúir, eða vonar öllu heldur, að hún sé svo særð og berskjöldið að hún vilji tala við hana,“ segir ónefndur heimildarmaður í viðtali við Radar.

Auglýsing

Börn Caitlyn eru mörg hver ekki sátt við hana eftir að hún gaf út sjálfsævisögu sína og málaði móður þeirra Kris frekar dökkum litum. Nú þegar Khloe, nýbakaða mamman er að reyna að finna út úr sambandi sínu við Tristan sér hún tækifæri á að komast aftur í mjúkinn hjá henni.

Auglýsing

„Caitlyn hefði óskað þess helst að vera viðstödd fæðinguna. Hún er að gera allt sem hún getur, sendir blóm, orðsendingar og býður henni öxl að gráta á;“ segir hann ennfremur.

Kim og Kourtney ásamt Kris voru viðstaddar fæðinguna þann 12. apríl þegar True fæddist. Caitlyn var hvergi að sjá. Innanbúðarmaður í fjölskyldunni segir að fyrrum Ólympíumeistarinn hafi alltaf dáð og dýrkað Khloe og fannst ömurlegt að missa sambandið við hana: „Caitlyn er í raun nokk sama um hlutina sem hún sagði um Kris en þykir ömurlegt að hafa misst sambandið við stjúpdæturnar.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!