KVENNABLAÐIÐ

Öll Kardashian fjölskyldan hættir að fylgjast með Tristan Thompson á samfélagsmiðlum

Tristan Thompson er ekki í góðum málum eftir að upp um framhjáhald hans komst en hann á sér sögu um slíkt. Sumir á samfélagsmiðlum hafa kallað þetta „karma“ en Khloe Kardashian sem er nú alveg komin á steypirinn fór að hitta hann þegar barnsmóðir hans, Jordan Craig, var einnig ólétt.

Barnsmóðir Tristans, Jordan
Barnsmóðir Tristans, Jordan
Auglýsing

Eins og Sykur greindi frá komst upp um Tristan en hann var óvarkár og náðist á myndband kyssandi aðra konu. Einnig náðist myndband af honum fara inn á Four Seasons hótelið með Lani Blair sem vitað er að sé fatafella og hann sást kyssa skömmu áður. Körfuboltalið hans, Cleveland Cavaliers, dvöldu einmitt á sama hóteli. Lani sást svo yfirgefa hótelið fjórum klukkutímum síðar. Tristan kom svo á eftir, búinn að skipta um föt. Þau voru í burtu í fjóra tíma, og komu svo aftur.

Hér fara þau inn á hótelið
Hér fara þau inn á hótelið

tri22

Khloe Kardashian hefur enn ekki tjáð sig um málið en öll fjölskylda hnnar, frá Khloe sjálfri til Kris Jenner hefur hætt að „follow-a“ Tristan á samfélagsmiðlum.

Tristan er með 2.7 milljón fylgjenda á Instagram, en nú eru Kim, Kourtney, Kylie, Kendall og meira að segja Scott Disick búin að afskrá hann.

Auglýsing

Khloe er einnig búin að eyða myndum af þeim tveimur á Instagram.

Aðdáendur Khloe eru brjálaðir og hafa tvítað miklu um þennan ömurlega atburð. Hafa flestir samúð með henni, hún hefur lengi reynt að verða ófrísk og svo gerist þetta. Meira að segja Amber Rose sem lengi hefur eldað grátt silfur saman við fjölskylduna sendi nafnlaus skilaboð, en greinilegt var um hverja hún var að tala:

amber twit

Amber, sem var með Kanye West í tvö ár á undan Kim, hafði einmitt sagt um Khloe að O. J. Simpson væri pabbi hennar og hún ætti ekki að þykjast vera merkilegri en hún.

Amber Rose
Amber Rose

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!