KVENNABLAÐIÐ

Khloe Kardashian tilkynnir nafn dóttur sinnar

Khloe Kardashian, sem hefur átt annríkt að undanförnu, tilkynnti um fæðingu dóttur sinnar þann 12. apríl 2018. Er hún komin með nafn og svo virðist sem Khloe og Tristan Thompson barnsfaðir hennar séu á góðum nótum þrátt fyrir meint framhjáhald sem komst upp í vikunni.

Auglýsing

Sagði Khloe á Instagram: „Litla stúlkan okkar, True Thompson, hefur algerlega stolið hjörtum okkar og við erum aðframkomin af ÁST,” og birtist mynd af herbergi með fullt af bleikum blöðrum.  „Þvílík blessun að bjóða þennan litla engil velkomin í fjölskylduna okkar! Mamma og pabbi eeeeelska þig True!”

Auglýsing

Var kærastinn Tristan Thompson viðstaddur fæðinguna í Cleveland, þrátt fyrir drama síðustu daga.

Khloe tilkynnti um meðgönguna í desember 2017. Khloe og Tristan fóru að hittast í ágúst 2017 og búa saman í Cleveland, Ohioríki.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!