KVENNABLAÐIÐ

Lamar Odom búinn að trúlofa sig, þremur árum eftir skilnaðinn við Khloe

Körfuboltastjarnan villta, Lamar Odom, er nú trúlofaður kærustunni sinni Sabrina Parr. Þau tvö tilkynntu um samband sitt fyrir þremur mánuðum síðan en Lamar (40) hefur nú þegar beðið hennar.

Auglýsing

Mánudaginn 11. nóvember tilkynntu þau bæði á Instagramsíðum sínum að þau hefðu trúlofað sig.

 Fóru þau á tvöfalt stefnumót með NeNe Leakes og eiginmanni hennar, Gregg. „Kampavín til að fagna! “ sagði þjónninn og hellti í glösin þeirra.

Sabrina hefur komist í kast við lögin líkt og Lamar, en hún er heilsu-og lífsstílsþjálfi. Hún var handtekin fyrir að ráðast á sinn fyrrverandi með verðlaunabikar. Sat hún inni í 180 daga fyrir ofbeldið, og fékk þriggja ára skilorð. Hún sagði að fyrrverandi hefði verið ofbeldisfullur og barðist fyrir forræði dóttur þeirra.
Auglýsing
Sabrina hefur alltaf verið opin varðandi fortíðina. Hún var heimilislaus og bjó á götunni um hríð. Nú er hún hamingjusöm, heilbrigð og hlakkar til framtíðarinnar með Lamar, sem vonandi hefur róast eitthvað líka.
Sabrina var gift áður og á tvö börn. Lamar á líka tvö börn með fyrrverandi, Lizu Morales. Sonur þeirra Jayden lést þegar hann var eins árs.
Áður en Lamar hitti Sabrinu var hann giftur Khloe Kardashian. Þau giftu sig eftir tvær vikur saman árið 2009 og skildu árið 2013 en Khloe komst að framhjáhaldi hans með mörgum konum. Skilnaðurinn gekk í gegn árið 2016 þegar Lamar var næstum látinn á vændishúsi í Las Vegas.
Á þessu ári tjáði Lamar sig um hjónabandið  í bókinni Darkness To Light, að hann hefði elskað Khloe meira en allt með eiturlyfja- og kynlífsfíkninni. Hann sagðist líka hafa sofið hjá meira en 2000 konum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!