KVENNABLAÐIÐ

Mary Elizabeth Winstead hætt með Ewan McGregor

Vildi ekki vera hjónadjöfull: Upp komst um ástarsamband leikaranna Ewan McGregor og Mary Elizabeth Winstead fyrir nokkrum mánuðum og sótti Eve Mavrakis, eiginkona Ewans til 22 ára um skilnað í kjölfarið.

Auglýsing

Ewan (46) og Mary (33) hittust við tökur á þáttunum Fargo og felldu hugi saman. Mary þoldi hinsvegar ekki álagið að vera kölluð „hjónadjöfull“ og fannst það niðurlægjandi. Vinur Ewans segir: „Þetta er leiðinlegt því fyrir ári síðan voru Ewan og Eve í mjög góðu sambandi og hann ákvað að fleygja því öllu frá sér fyrir Mary. Núna lítur út fyrir að hann hafi glatað þeim báðum.“

Ewan og Eve
Ewan og Eve sem eiga fjögur börn saman

Ewan vill fá sameiginlega forsjá með þremur yngstu börnunum, en Eve vill fá fulla forsjá og Ewan fái aðeins heimsóknarrétt. Skilnaðurinn mun fara fram á næstunni, en enginn kaupmáli var gerður svo eignunum verður skipt jafnt.

Mikil særindi eru í fjölskyldunni, m.a. samdi dóttir þeirra lag um nýtt ástarsamband föður síns.

Auglýsing

Ewan vann Golden Globe verðlaun í fyrsta sinn og þakkaði bæði eiginkonu sinni og kærustu. Var Eve svo hneyksluð að hún ákvað að tjá sig opinberlega um skilnaðinn. Sagði hún í viðtali við Daily Mail að hún hefði ekki verið ánægð með ræðuna hans, og sagðist svo ekki tjá sig meira um það.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!