KVENNABLAÐIÐ

Dóttir Ewan McGregor fordæmir nýtt ástarsamband föður síns

Leikarinn Ewan McGregor á ekki sjö dagana sæla, en hann tók saman við leikkonuna Mary Elizabeth Winstead eins og Sykur hefur greint frá. Leikarinn gerði það glapparskot að þakka bæði ástkonu sinni og móður barnanna sinna þegar hann vann verðlaun á Golden Globes núna í janúar.

Auglýsing

Esther McGregor, 15 ára dóttir Ewans, bjó til lag sem hún póstaði á samfélagsmiðla. Er lagið virkilega hjartnæmt og syngur um að sjá myndirnar af þeim lætur hana gráta, en hún er að vísa til mynda þar sem pabbi hennar kyssir nýju ástina sína, Mary Elizabeth Winstead.

Lagið sem kallast “Made You A Man,” varð til eftir að Ewan lék í myndum á borð við Star Wars og Trainspotting og eftir að hann gekk út úr sambandi við móður hennar Eve Mavrakis, 51. Esther spilar á gítar og syngur um „s-t sem hún fann á netinu: „Ég veit ekki hvernig á að fyrirgefa, Ég veit ekki hvernig. Eyðileggur mig.“

Ewan og Esther
Ewan og Esther

„Til hamingju með afmælið, er það ekki rétt?“ segir Esther, en Sun birti myndir af pabba hennar kyssa Mary þann 22. október sem var afmælisdagurinn hennar.

Auglýsing

Ewan, 46, skildi við Eve eftir 22 ár í maí síðastliðnum en vitað er að hann hafi verið að hitta Mary sem lék með honum í þáttunum Fargo.

Ewan hefur ekki farið í leynur með samabndi og sást parið sitja saman á verðlaunahátíðinni Critics’ Choice Awards í Santa Monica, Kaliforníu í síðustu viku.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!