KVENNABLAÐIÐ

Hélt Ewan McGregor framhjá konunni sinni?

Eiginkona leikarans Ewan McGregor, Eve Mavrakis, til 22 ára er sannfærð um að Ewan hafi haldið framhjá henni með meðleikkonu sinni í þáttunum Fargo, Mary Elizabeth Winstead (32). Í dag eru Ewan (46) og Mary opinberlega saman. Hin franska Eve (51) trúir honum ekki þegar hann segist ekki hafa hafið sambandið áður en þau skildu.

Auglýsing

Parið var gift í 22 ár og eiga fjögur börn saman. Ewan, sem er skoskur að uppruna, á að hafa sagt við fyrrum eiginkonu sína í maí síðastliðnum að hann væri ástfanginn af Mary, sem leiddi svo til skilnaðar þeirra.

Ewan er nú frekar ófrýnilegur í hlutverki sínu í Fargo
Ewan er nú frekar ófrýnilegur í hlutverki sínu í Fargo

Vinur Ewans og Eve segir að hún sé í sárum, finnist hún hafa verið svikin og finnst ástandið afar erfitt fyrir sig og börnin: „Eve er alveg handviss um að Ewan og Mary voru saman áður en hann viðurkenndi tilfinningar sínar til Mary. Það er mjög erfitt fyrir hana að trúa honum.“

Auglýsing

Leikarinn og Mary sáust kyssast á kaffihúsi í London í október. Þau hafa nú opinberað sambandið og eru farin að búa saman. Ewan hefur þráfaldlega neitað að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Mary bakvið konu sína.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!