KVENNABLAÐIÐ

Mickey Rourke kominn með unga kærustu

Leikarinn sem leit allt öðruvísi út þegar hann var yngri – Mickey Rourke (67) sást á veitingastaðnum Cipriani Downtown í New York borg á dögunum með yngri konu sem vitað er að heiti Olga og er rússnesk.

Auglýsing

Þau létu vel að hvort öðru en Mickey var klæddur sem „framtíðarkúreki“ og sagt var að Olga liti út fyrir að vera „23 til 26 ára.“

Auglýsing

„Hann var blíðlega að strjúka henni um andlit og háls,“ sagði sjónarvotturinn í viðtali við Page Six.

Vinur Rourke segir að Olga sé „náin vinkona hans.“

Nýlega var Mickey að hitta aðra rússneska konu, fyrirsætuna Anastassija Makarenko (33). Hann er í New York að taka upp myndina „3 Days Rising.” Kimberly Hines, umboðsmaður Mickey er einnig framleiðandi myndarinnar.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!