KVENNABLAÐIÐ

Börn Milu Kunis og Ashton Kutcher munu ekki erfa þau eftir þeirra dag

Leikaraparið Ashton Kutcher og Mila Kunis trúa á gildi vinnunnar fyrir einstaklinginn og þess vegna hafa þau engar áætlanir að gefa börnunum sínum allt upp í hendurnar.

Auglýsing

Mila og Ashton kynntust Hollywoodglamúrnum bæði árið 1998 þegar þau léku í unglingaþáttunum That ’70s Show. Síðan þá hafa þau haldið áfram með leikferlana ásamt því að vera sniðug í viðskiptum.

Auglýsing

Þau lærðu í gegnum reynsluna að koma sér á framfæri og passa upp á peningana sína. Það er því engin furða að þau vilji slíkt hið sama fyrir börnin sín. Ashton kom fram í hlaðvarpi Dax Shepard, Armchair Expert, og útskýrði ástæðu þess að börnin þeirra geti ekki vaðið í digra sjóði foreldranna: „Börnin mín lifa þvílíku forréttindalífi og þau hafa ekki hugmynd um það. Og þau munu aldrei vita það því þetta er það eina sem þau þekkja. Ég set ekki upp sparnaðarreikning fyrir þau. Við munum enda á að gefa fjármuni okkar í góðgerðamál og önnur mál.“

Ashton vill fjárfesta í viðskiptum. Hann segist munu verða afar glaður ef börnin hans kæmu með einhverja stórkostlegar viðskiptahugmyndir: „Ég vil þau verði mjög nýtin. Vonandi verður það þeim hvatning að hafa það sem þau hafa alltaf haft.“

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þau hafa viðrað slíkar hugmyndir. Mila sagði árið 2017 að þau myndu ekki gefa börnunum jólagjafir heldur gefa í góðgerðasjóði og það sé þeirra jólahefð.

Þau eru ekki þau einu sem hugsa á þennan hátt. Bill Gates, Warren Buffet, Gordon Ramsay og Simon Cowell ætla heldur ekki að erfa börnin sín að öllu.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!