KVENNABLAÐIÐ

Sharon Stone er hætt að fara á stefnumót:„Ég er komin með nóg!“

Auglýsing

Leikkonan Sharon Stone, 62 ára, greindi frá því í þættinum “The Drew Barrymore Show” að hún hafi yfirgefið stefnumóta-markaðinn, til frambúðar.

„Ég er komin með nóg af stefnumótum. Mér finnst fólk vera óeinlægt og ekki þess vert að eyða tímanum í það. Ég elska að vera ein og eyða tíma með börnunum og vinum mínum,“ segir hún.

„Ég þarf ekki fleiri börn í líf mitt. Ég vil ekki óheiðarleika, fíflaskap og leiki.“

Stone á þrjá syni og hefur verið gift tvisvar.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!