KVENNABLAÐIÐ

Kaitlynn Carter varð „ástfangin“ af Miley Cyrus í þann stutta tíma sem þær voru saman

Kaitlynn Carter segist hafa orðið ástfangin af Miley Cyrus í nýrri grein sem hún skrifaði fyrir tímaritið Elle. Segir Kaitlynn að hún hafi nýverið uppgötvað kynhneigð sína og sagði hún að þetta samband, þó stutt hefði varað, hefði verið „alvöru.“

Auglýsing

„Í júlí á þessu ári fór ég í frí með vinkonu; það næsta sem ég vissi var að ég var ástfangin af henni,“ skrifar Kaitlynn, sem nefnir þó aldrei nafn Mileyar en allir vita um hverja ræðir.

„Þetta var auðvitað ekki svona einfalt, en það var í raun ekkert mjög flókið heldur. Þar til í þessari ferð hafði það aldrei flogið í gegnum huga minn að ég gæti elskað konu eins og ég elskaði hana. En þegar ég horfi á mína ástarsögu áttaði ég mig á að ég hafi eiginlega aldrei neina „týpu.““

Auglýsing

Kaitlynn (31) og Miley (26) hættu saman í september – rétt eftir skilnað hennar og Brody Jenner og skilnað Mileyar og Liams. Miley er búin að finna sér nýjan elskhuga, Cody Simpson. 

Þrátt fyrir að samband vinkvennanna tveggja hafi ekki enst segir hún að þetta hafi haft mikil áhrif á hana: „Talað var um samband mitt við vinkonu mína í fjölmiðlum sem „sumarskot“ og „lesbíusamband“ en það var bara miklu meira en það. Þetta var ótrúleg sjálfsuppgötvun. Í fyrsta sinn hlustaði ég á sjálfa mig, gleymdi „norminu“ og lifði.“

Miley og Kaitlynn voru gamlar vinkonur og kom þetta henni töluvert á óvart: „Ég þurfti ekkert að ofhugsa eða hugsa neitt, þetta bara gerðist og mér fannst þetta rétt. Að hugsa um þetta þriggja ára samband okkar áður leit ég öðruvísi á hana en aðrar vinkonur en það var ekki fyrr en í þessari ferð að ég hugsaði um hana á rómantískan máta.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!