KVENNABLAÐIÐ

Reneé Zellweger tjáir sig um ástæðu þess hún tók sér frí frá leiklistinni í nokkur ár

Reneé Zellweger hefur nú sagt frá því hvers vegna hún ákvað að taka sér pásu frá glysnum í Hollywood í nokkur ár: „Það var ágætt að eiga í alvöru samskiptum við fólk í einhvern tíma,“ segir Judy leikkonan (50) við InStyle. „Þegar þú ert ekki undir smásjánni fattar fólk ekki hver þú ert; þú ert bara manneskja á kaffihúsinu að panta sér kaffi. Þú átt í samræðum sem eru ekki um vinnuna. Og þegar einhver á slæman dag, breytir það engu. Þeir eiga bara þennan slæma dag með þér og það er fyndið að kunna að meta það, en ég geri það. Það er fínt. Það er raunverulegt og ekki ritstýrt. Við mætumst sem alvöru manneskjur.“

Auglýsing

Reneé útskýrir að hún þurfti að forgangsraða ýmsum hlutum framar leikferlinum. Eins og að finna ástina: „Að róa sig niður og byggja upp líf fyrir sig sjálfan. Að reyna að vera ekki í sambandi þar sem ég er út úr bænum aðra hvora viku. Þú veist, kynnast einhverjum. Verða ástfangin,“ segir hún.

Auglýsing

Hún vildi líka prófa eitthvað nýtt: „Ég vildi læra nýja hluti, þannig ég prófaði fleiri hliðar bransans. Skapaði, framleiddi, lærði. Ég stúderaði stefnur og lög. Og ég ferðaðist mikið. Ég fór til Líberíu. Ég eyddi tíma með fjölskyldunni.“

Zellweger fór í frí árið 2010 og lék svo í Briget Jones’s Baby árið 2016. Þegar hún kom aftur sögðu allir að hún hefði farið í lýtaaðgerðir, en hún neitar því.

Nú er hún komin á fullt og leikur Judy Garland í Judy sem frumsýnd var í september.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!