KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Aniston segist vera einhleyp og þolir ekki þegar fólk reynir að finna kærasta handa henni

Jennifer Aniston hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um ástarlífið og segist vera einhleyp, en ekki endilega til í samband að nýju. Jennifer var gestur Howard Stern í þættinum hans þann 7. október þar sem hún segist vera „afar, afar upptekin“ og hafi engan tíma til að vera á stefnumótum.

Auglýsing

„Nýtur þú þess að vera einhleyp?“ spurði Howard og Jennifer játaði því.

„Viltu að ég komi þér saman við einhvern eða ekki?“ spurði þá Howard og Jennifer var fljót að svara: „Nei, ekki núna,“ og bættu svo við: „En heyrðu, ég þoli ekki að vera pöruð saman við einhvern. Mér líkar það ekki. Hata það.“

Auglýsing

Svo játaði hún einnig að það gerðist ekki að gaurar reyndu við hana þar sem hún er.

Jennifer sagði að hún hefði farið í frí til Tennesseeríkis fyrir um tveimru vikum og minntist á að hún hefði farið til sálfræðing eftir að hafa skilið við Justin Theroux.

Þau Jennifer og Justin giftu sig árið 2015 og skildu tveimur árum seinna. Justin sást með allskonar fallegum konum eftir skilnaðinn, m.a. Emmu Stone, en Jennifer djammaði með vinum sínum.

Þau eignuðust engin börn, en áttu hundinn Dolly saman sem dó í sumar.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!