KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Aniston og Justin Theroux sameinuð á ný

Leikaraparið Justi Theroux og Jennifer Aniston sem skildi árið 2017 virðist hafa sameinast í sorginni en þau misstu ástkæra tík sína Dolly.

Mánudaginn 29. júlí setti Justin myndir af Dolly og jarðarförinni á Instagram sem sjá má hér að neðan (hægt er að fletta):

Auglýsing

Hundurinn var vafinn í teppi og falleg blóm voru sett á hann. Á einni myndinni sést hönd Justins halda í kvenhönd en talið er víst að það sé Jennifer, þar sem hún elskaði hundinn jafn mikið.

Auglýsing

Eins og lesendur vita giftu Jen og Justin sig árið 2015 en skildu árið 2017, á Valentínusardag. Ástæðan var sú að þau hittust nánast ekkert og lifðu sitthvoru lífinu.

Stuttu seinna sást Justin með fallegum konum á stefnumótum, s.s. Emmu Stone en Jennifer djammaði mikið með vinum sínum.

Þau eignuðust engin börn saman þannig þau fengu sér Dolly saman.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!