KVENNABLAÐIÐ

Engin alvara milli Demi Lovato og Bachelorette keppandans Mike Johnson

Svo virðist sem Demi Lovato sé ekki svo skotin í Bachelorette keppandanum Mike Johnson þó þau hafi farið á stefnumót og hún hafi daðrað við hann á samfélagsmiðlum. Þau eru jú að hittast eitthvað, en samband þeirra er „ekki alvarlegt,“ samkvæmt vini Demiar.

Auglýsing

„Nú þar sem Demi hefur haft ágætist tíma til að koma lífi sínu á réttan kjöl, sérstaklega hvað edrúmennskuna varðar, hefur hún ákveðið að víkka sjóndeildarhringinn og koma sér út úr húsi,“ segir vinurinn við Us Weekly.

Auglýsing

Mike, sem er 31 árs framkvæmdastjóri frá San Antonio í Texas keppti í þáttaröðinni hjá Hönnuh Brown (síðustu þáttaröð). Demi var heilluð af MIke og finnst hann „fyndinn og sætur.“

„Hann skemmtir henni, þau hlæja og hann virðir mörkin hennar. Þeir kostir skipta Demi miklu máli og heilla hana,“ segir vinurinn ennfremur. Demi og Mike fóru á stefnumót í Los Angeles í síðasta mánuði þar sem Demi „gat ekki hætt að hlæja“ samkvæmt sjónarvottum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!