KVENNABLAÐIÐ

Demi Lovato gat ekki hætt að hlæja á stefnumóti við Bachelorette stjörnuna Mike Johnson

Sönkonan Demi Lovato hefur nú opnað aftur á möguleikann á sambandi eftir leiðindaskilnað við fyrrum kærastann Henry Levi. Þann 13. september sást Demi á stefnumóti með Bachelorette stjörnunni Mike Johnson og sjónarvottar sögðu þau hafa skemmt sér vel. Fengu þau sér kvöldverð á LaScala í Beverly Hills og sátu í um tvo tíma: „Þau komu inn um bakinganginn og sátu í einn og hálfan, tvo tíma. Demi gat ekki hætt að hlæja.“

Auglýsing

Vinur söngkonunnar segir að þetta hafi ekki verið þeirra fyrsta stefnumót: „Mike var mjög ákveðinn í að hitta Demi aftur og hann var stöðugt að spyrja um áætlanir hennar. Þau hafa hist nokkrum sinnum og þetta virðist snemmt en þau eru virkilega spennt að hitta hvort annað!“

Þetta hófst þegar Mike var útilokaður úr þáttunum Bachelorette. Demi póstaði á Instagram söguna hans: „Mike, ég samþykki rósina þína“ eða eins og segir í þáttunum „Mike, I accept your rose.”

Auglýsing

HollywoodLife spurði Mike svo í viðtali hvort hann hefði áhuga á Demi: „Uh, já, ég myndi fara á stefnumót með Demi Lovato! Hún er eins sexí og hægt er að vera. Ég þekki hana ekki þannig ég þyrfti að kynnast henni, en ég væri mjög til í það…“

Demi hefur haft hægt um sig, en hún hefur verið edrú í rúmt ár eftir að hafa næstum látið lífið vegna ofneyslu í kjölfar falls. Hún var í stuttu sambandi við Henry Levi en eftir að þau hættu saman vildi hún bara vera ein og einbeita sér að sjálfri sér.

Demi póstaði mynd af sér um daginn þar sem hún sýndi óritskoðaða mynd af sjálfri sér á bikinii. Mike skrifaði einmitt við myndina: „Horfðu aftur á mig á þennan hátt.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!