KVENNABLAÐIÐ

Ekkja Chesters Bennington trúlofar sig, tveimur árum eftir andlát stjörnunnar

Talinda Ann Bennington hefur fundið ástina á ný eftir ótímabært dauðsfall eiginmanns hennar, Chesters Bennington, söngvara Linkin Park. „Ég er í skýjunum að tilkynna trúlofun mína og engils á jörðu, Michael F,“ sagði Talinda á samfélagsmiðlum föstudagskvöldið 7. september. „Ég er hér að segja ykkur að það sé hægt að finna ástina eftir harmleik.“

Auglýsing

Talinda setti ekki mynd af unnustanum með í póstinn, en sagt er að hann sé slökkviliðsmaður í Los Angeles. „Dauði sálufélaga þýðir ekki dauði þinn,“ sagði hún og fyrrum hljómsveitarmeðlimir Chesters fagna nýja manninum „opnum örmum.“

Auglýsing

Talida vill halda áfram að halda minningu Chesters á lofti, en hann framdi sjálfsvíg með því að hengja sig á heimili sínu í Palos Verdes, Kaliforníuríki þann 20. júlí 2017, aðeins 41 árs að aldri. Mikið magn MDMA (alsæla) fannst í kerfi hans við krufningu. Hann hafði áður átt við fíknivanda að stríða, sjálfsvígstilraunir og þunglyndi.

Chester og Chris Cornell voru bestu vinir og framdi sá fyrrnefndi einnig sjálfsvíg nokkrum mánuðum áður, í maí 2017.

Chester og Talinda giftu sig árið 2015. Þau eiga þrjú börn saman – tvíburana Lilly og Lila, átta ára og soninn Tyler, 13 ára.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!