KVENNABLAÐIÐ

Peaky Blinders stjarna látin

Leikkonan Helen McCrory er látin, 52 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein.

Helen var hvað þekktust fyrir hlutverk sín í Harry Potter kvikmyndunum og þáttaröðinni Peaky Blinders. Eiginmaður hennar, Damian Lewis greindi frá andláti hennar á Twitter.

„Það er mér sárt að tilkynna að eftir hetjulega baráttu við krabbamein, hefur hin fallega og mikla kona sem Helen McCrory var, látið lífið friðsamlega á heimili sínu. Hún var umvafin bylgju af ást frá vinum og fjölskyldu,“ skrifar Damian.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!