KVENNABLAÐIÐ

Söngvari Linkin Park látinn

Chester Bennington, söngvari bandarísku rokksveitarinnar, er látinn 41 árs að aldri. Lést hann á heimili sínu í Los Angeles, Kaliforníu og fannst lík hans á fimmtudagsmorgun. Hafði hann tekið eigið líf með því að hengja sig.

Auglýsing

Chester var náinn vinur Chris Cornell sem tók sitt eigið líf í maímánuði síðastliðnum. Hljómsveitin Linkin Park var stofnuð árið 1996 og seldi meira en 70 milljónir platna og fékk hún tvö Grammy verðlaun.

Auglýsing

Skilur Chester Bennington eftir sig sex börn úr tveimur hjónaböndum og eiginkonu. Er hann sagður hafa átt við áfengis- og eiturlyfjafíkn að stríða í mörg ár og einnig var hann fórnarlamb mikils ofbeldis sem barn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!