KVENNABLAÐIÐ

Safna fyrir fjölskyldu konunnar sem lést

Vinir og vandamenn pólsku fjölskyldunnar sem lenti í sjónum við Skötufjörð í Ísafjarðardjúpi standa nú fyrir fjársöfnun til styrktar föðurnum, Tomek Majewski, sem liggur þungt haldinn á Landspítalanum ásamt eins og hálfs árs syni sínum, Mikolaj. Hin látna hét Kamila Majewska og var 29 ára.

„Ég grátbið ykkur um aðstoð. Kamila vinkona okkar dó í hræðilegu slysi á Íslandi. Ung, falleg og hæfileikarík kona. Sonur þeirra er í mjög slæmu ástandi og hann er aðeins eins og hálfs árs,“ segir Sandra Stephowska, vinkona fjölskyldunnar, í samtali við mannlíf

Reikningsupplýsingar eru hér að neðan:

Reikningsnúmer 0123-15-021551 –  kennitala 031289-4089

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!