KVENNABLAÐIÐ

Enginn hefur áhuga á að sjá raunveruleikaþátt Scotts Disick

Hann er ekkert án Kardashian kvennanna! Scott Disick, barnsfaðir Kourtney Kardashian, er í algeru rusli eftir að frumsýning fyrsta þáttar af Flip It Like Disick „floppaði“ gersamlega.

Auglýsing

„Scott er í brjáluðu uppnámi út af þessu. Allir sem þekkja Scott vita að hann setti hjarta sitt og sálu í þetta verkefni,“ segir KUWTK innanbúðarmaður.

Fyrsti þátturinn var í 63 sæti hjá 150 þáttum kapalsjónvarpsstöðva og aðeins 455.000 horfðu á fyrsta þáttinn á E! Gárungar kalla nú þáttinn Flop It Like Disick, sem er svolítið fyndið.

Auglýsing

Það er kannski engin tilviljun að Scott er nú á ferðalagi um Miðjarðarhafið með kærustunni sinni, hinni tvítugu Sofia Richie og Kris Jenner til að fagna 22 ára afmæli Kylie Jenner.

„Hluti ástæðunnar að hann fór í þessa ferð var að hann yrði ekki grillaður ef þátturinn yrði hræðilegur,“ segir hann.

Hvernig ætlar Kris að bjarga þessum þætti sem byggður er á fasteignum?„Kris veit að nú þarf hún að hugsa. Það eina sem er augljóst er að Sofia verður að vera hluti af þáttunum,“ en Scott vildi víst ekki að hún væri með. „Þetta sýnir bara að án Kardashian kvennanna er Scott ekki neitt.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!