KVENNABLAÐIÐ

Sofia Richie klippt út úr raunveruleikaþætti kærastans, Scott Disick

Hlutirnir eru við suðupunkt milli kærustuparsins Sofiu Richie (20) og barnsföður Kourtney Kardashian, Scott Disick (36) en hann bannaði henni að koma með í sumarfrí með börn þeirra til Costa Rica á dögunum. Fór hann með Kourtney, en Sofia er orðin vonlítil að þau endist saman.

Auglýsing

Nú hefur hann tekið aðra ákvörðun, að neita henni um þátttöku í komandi raunveruleikaþætti sem ku fjalla um áhugavert líf hans, Flip It Like Disick.

„Sofia var klippt út úr þætti Scott því hún bætti engu áhugaverðu við hann,” segir vinur Scotts í viðtali við Radar.

Auglýsing

„Framleiðendunum fannst þegar allt kom til alls, að hún væri bara óáhugaverð viðbót sem drægi hann niður.”

Samt sem áður snýst þetta um áhorf (og peninga), því hann bætir við: „Ef áhorf fellur á þáttinn hans, gætu þeir ákveðið að henda henni aftur inn!”

Samband Scotts og Sofiu hefur tekið bakslag því hann setur barnsmóður sína, Kourtney (40) fram yfir hana.

„Þetta virðist vera upphafið að endinum fyrir Scott og Sofiu. Scott er mjög upptekinn og þegar hann er ekki að taka við skipunum frá Kris [Jenner] er hann með krökkunum eða að vinna að þættinum. Fríið með Kourtney var kremið á kökuna. Það leiðinlega í þessu öllu er að Sofia veit að Kourtney verður alltaf hluti af lífi Scotts og hún á erfitt með að sætta sig við það.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!