KVENNABLAÐIÐ

Kris Jenner reynir að fá dætur sínar til að skrifa undir samning fyrir áframhaldandi þætti KUWTK

Höfuð Kardashian-Jenner klansins, Kris Jenner, reynir nú að fá dæturnar til að sitja sem fastast í raunveraleikaþáttunum sem gerði þær frægar, Keeping Up With the Kardashians en samningar eru nú að renna út eftir þessa þáttaröð.

Auglýsing

Eins og aðdáendur vita endaði 16. þáttaröðin með framhjáhaldsskandal Khloe, Tristan og Jordyn.

Samkvæmt áhorfstölum fékk síðasti þátturinn ótrúlegt áhorf, en 2,3 milljónir sáu hann: „Kris er að monta sig við alla, og hún er handviss um að hún muni ná samningum við allar dætur sínar,“ segir innanbúðarmaður.

Auglýsing

Núverandi samningur fjölskyldunnar hljóðar upp á 150 milljónir dala. Skrifaði hún undir hann þegar verið var að taka upp 13. þáttaröð. Nú er verið að taka upp 17. þáttaröð sem þýðir að tíminn er að renna út.

„Kris er að taka upp tíu fleiri þáttaraðir núna þannig hún hefur ekki áhyggjur. Stelpurnar virðast vera sáttar, þrátt fyrir að Kylie, Kendall og Kourtney hafa sagst vilja hætta. Kris veit samt að þær eru falar fyrir rétt verð.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!