KVENNABLAÐIÐ

Brody Jenner, sonur Caitlyn Jenner, skilinn eftir árs hjónaband

Hálfbróðir Kylie og Kendall Jenner, raunveruleikastjarnan Brody Jenner er skilinn við eiginkonuna Kaitlynn Carter en þau gengu í það heilaga í Indónesíu í júní árið 2018.

Auglýsing

Margir höfðu spáð þessu þar sem þau sögðust bæði ekki vera tilbúin í barneignir næstum því strax, og Brody (35) sagðist alls ekki hafa „barnakláðann” og sagði: „Við erum á þeim stað í lífum okkar að við erum ekki á móti því að eignast börn en okkur finnst það ekki nauðsynlegt heldur.”

Sagði hann þó að ef barn myndi koma undir yrðu þau sennilega ánægð með það en þau voru ekkert að flýta sér.

Talsmaður parsins, Scott Newman segir að „Brody Jenner og Kaitlynn Carter hafa skilið í vinskap. Þau elska og virða hvort annað en þetta er hið eina skynsamlega í stöðunni.”

Auglýsing

Kaitlynn var þegar flutt út úr húsi þeirra í Malibu og hafa þau sést án giftingarhringa á samfélagsmiðlum.

Í júni sagði Brody þó að þau hefðu notið þessa árs sem þau voru gift: „Okkur fannst það ekkert erfitt, þetta hefur verið frábært. Við erum nánari hvort öðru, pottþétt. Við höfum verið saman í sex ár þannig þetta var ekki mikil breyting. Allt hefur verið frábært.”

Sykur hefur fjallað um þá ákvörðun Caitlyn Jenner að mæta ekki í brúðkaupið, en um það má lesa HÉR.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!