KVENNABLAÐIÐ

Sonur Caitlyn Jenner er ekki enn búinn að fyrirgefa henni að mæta ekki í brúðkaupið hans

Brody Jenner hefur ákveðið að þegja ekki yfir þeirri staðreynd að móðir hans, Caitlyn Jenner mætti ekki í brúðkaupið hans.

Nú hafa Brody og Kaitlynn verið gift í ár, en Brody (35) hefur nú sagt frá því hversu sár hann varð vegna ákvörðunar hennar.

Brody er leikari í þáttunum The Hills: New Beginnings, og settist hann niður með konu sinni og bróður, Brandon Jenner og móður þeirra, Lindu Thompson.

Auglýsing

Þau fóru að ræða hjónaband Lindu og þá – Bruce eins og hann hét þá – og um erfið samskipti við hana.

„Ég og pabbi höfum aldrei átt gott samband,” segir Brody. „Þrátt fyrir allt sem fjölskyldan hefur gengið í gegnum hefur mamma alltaf verið kletturinn minn.”

Auglýsing

Kaitlynn (kona Brody) segir að hann hafi verið tregur að sýna hversu sár og reiður hann var að mamma hans, Caitlyn, hafi ákveðið að mæta ekki í brúðkaupið, örfáum dögum áður en það fór fram.

„Rétt fyrir brúðkaupið okkar ákvað pabbi Brody að hætta við, viku áður,” segir Kaitlynn. „Brody reyndi að halda hans en hann fann til. Þó hann hafi ekki sýnt það.

Brody sýndi ekki miklar tilfinningar en sagði: „Að pabbi hafi ekki mætt í brúðkaupið mitt, það var bömmer.”

„Í alvöru, það var sárt og ég hefði óskað þess að hún hefði verið þar. En hún hafði eitthvað mikilvægara að gera. Greinilega.”

Caitlyn fór á Life Ball í Sviss með kærustunni, Sophiu Hutchins, á sama tíma og Brody og Kaitlynn gengu í það heilaga í Indónesíu: „Ég get ekki fyrirgefið Bruce, eða Caitlyn, fyrir að vera ekki faðir. Það er engin afsökun að vera ekki á staðnum fyrir börnin þín.”

Í sömu viku og þau giftu sig fór Linda á samfélagsmiðla til að skamma Caitlyn. Hún ákvað þó að fyrirgefa henni og halda áfram.

Linda sagði: „Það er ekki rangt að hafa verið særður. Það er ekki rangt að vera reiður. En þú verður að sleppa.”

Síðar í þættinum mætti Caitlyn ekki heldur í teiti vegna frumsýningar myndbands hljómsveitar Brody og varð fjölskyldan því enn reiðari en áður.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!