KVENNABLAÐIÐ

O.J. Simpson þverneitar að vera faðir Khloe Kardashian í nýju myndbandi

Aðeins tveimur dögum eftir að glæpahundurinn O.J. Simpson mætti á Twitter í fyrsta skipti varpaði hann fyrstu sprengjunni. Sunnudaginn 16 júní birti hann myndband af sér sjálfum þar sem hann þverneitar að vera faðir Khloe Kardasian: „Khloe, eins og allar hinar stelpurnar, er ég mjög stoltur af, alveg eins og ég veit að Bob væri ef hann væri hér. Sannleikurinn er samt sá að hún er ekki mín,“ sagði O.J.

Auglýsing

Eins og margir vita hafa aðdáendur oftsinnis bent á að Khloe er ekkert lík systrum sínum og margir hafa velt því upp hvort O.J. sé barn Kris Jenner og Robert Kardashian.

Auglýsing

Bæði Kris og Khloe hafa neitað því og nú bætist O.J. í hópinn. Hann segir í meðfylgjandi myndbandi að hann hafi engan áhuga haft á Kris á þeim tíma sem þeir Robert voru vinir.

„Bob Kardashian var mér sem bróðir. Hann var frábær náungi. Hann hitti og giftist Kris og þau áttu frábærar stundir saman. Því miður entist það ekki,“ segir O.J. (71). „En aldrei – og ég vil leggja áherslu á það – á nokkurn hátt, hafði ég áhuga á Kris, hvorki á rómantískan hátt, kynferðislega, og ég fékk aldrei á tilfinninguna að hún hefði áhuga á mér. Þannig allar þessar sögur eru falskar, slæmar, smekklausar.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!