KVENNABLAÐIÐ

Jamie Foxx sést með tveimur óþekktum konum með stuttu millbili í Hollywood

Hvar er Katie Holmes? Sennilega er úti um ástarævintýri leikaraparsins Jamie Foxx og Katie Holmes, ef marka má alúðina sem Jamie hefur sýnt tveimur ókunnum konum nú með nokkurra daga millibili.

j1

Auglýsing

Óskarsverðlaunahafinn Jamie (51) sást halda í hönd dökkhærðrar konu á Bootsy Bellows næturklúbbinum í Vestur-Hollywood snemma morguns þann 17. ágúst. Fór hann með hana í bílinn sinn þar sem hún sat í farþegasætinu.

Fimmtudaginn 15. ágúst sást hann svo með ljóshærðri konu á svipuðu svæði. Þau tvö fóru í Delilah and Highlight Room.

Auglýsing

Fyrir tveimur mánuðum síðan fóru Jamie og Katie (40) á Met Gala saman. Þau sátu fyrir myndum á rauða dreglinum og fífluðust í limúsínu, ef marka mátti Instagram hönnuðarins Zac Posen.

j2

Nokkrum vikum áður sáust þau hönd í hönd í New York. Katie, sem á hina 13 ára Suri með Tom Cruise, brosti blítt og hafði ekki augun af Jamie.

j4

Þau hafa verið að hittast í nokkur ár, sennilega síðan árið 2013,en hún hafði skrifað undir samning að hún mætti ekki hitta neinn í fimm ár eftir skilnaðinn við Tom. Samband hennar og Jamie hefur þó oft verið milli tannanna á fólki því hann er oft með öðrum konum. Kannski eiga þau í opnu sambandi, hver veit?

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!