KVENNABLAÐIÐ

Khloe Kardashian á annan föður en systkini hennar

Kardashian fjölskyldan telur að Khloe Kardashian eigi annan föður en þau Kim, Rob og Kourteney. Khloe sem er 33 ára hefur oft sagst hafa hugsað um faðerni sitt í þáttunum Keeping Up With the Kardashians og móðir hennar Kris Jenner bauðst til að útvega DNA sýni til að staðfesta það. Oft hefur verið talið að O.J. Simpson sé raunverulegur faðir hennar.

Auglýsing

„Þegar Khloe var orðin nógu gömul hóf Kardashian klanið að sjá hversu ólík hún var hinum og það vakti upp spurningar,“ segir  Jerry Oppenheimer í bók sinni The Kardashians: An American Drama. „Kris reyndi að útskýra grunsemdirnar með því að Khloe liti út eins og langamma hennar, Lou Ethel Fairbanks. Joni Migdal, vinkona Roberts Kardashians heitins, man eftir því að Robert hafi hrist af sér allar grunsemdir og sagði að hún liti út alveg eins og mamma hans Helen sem var frá Armeníu en leit ekki út fyrir það.“

Vinur Roberts, presturinn Kenn Gulliksen segir: „Kris og Robert áttu fjögur börn. Eða…þau áttu þrjú börn og eitt annað barn. Robert bað aldrei um ráðgjöf frá mér, en ég heyrði hreinlega frá honum að Khloe væri ekki líffræðileg dóttir hans. Hann gaf mér engin nöfn vegna faðernisins en ég er viss um það var ekki O.J.“

Auglýsing

Kenn segir að Robert og Kris höfðu ekki sofið saman á þeim tíma sem Khloe var getin og Joni segir að Robert hafi ekki viljað DNA próf. Hann sagði við hana: „Ég elska Khloe. Hún er frábær og hún er mín, punktur.“ En hann vissi að hún var ekki dóttir hans. Joni segir að hann hafi sagt: „Hún er mín og mér er sama hver faðir hennar er.“

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!