KVENNABLAÐIÐ

Jeff Bezos, ríkasti maður heims, og eiginkonan Mackenzie eru skilin

Stofnandi Amazon, Jeff Bezos (54) og kona hans Mackenzie Bezos (48) til 25 ára eru skilin en þau deila fjórum börnum saman. Settu þau sameiginlega yfirlýsingu á Twitter miðvikudaginn 9. janúar.

Auglýsing

Segir í yfirlýsingunni að þau vilji tilkynna þróun í lífum þeirra: „Eins og fjölskylda og vinir vita, eftir langt tímabil ástríkrar könnunar og prufuskilnaðar höfum við ákveðið að skilja og halda áfram lífinu sem vinir.“

Auglýsing

Áfram segir: „Okkur finnst við ótrúlega heppin að hafa fundið hvort annað og eru afskaplega þakklát fyrir þau ár sem við vorum gift. Ef við hefðum vitað að við myndum skilna eftir 25 ára hjónaband myndum við samt gera allt aftur. Við höfum átt frábært líf saman meðan við vorum gift og við sjáum í framtíðinni að við verðum vinir, foreldrar og samstarfsfélagar í öllum okkar verkefnum og ævintýrum. Þrátt fyrir önnur heiti erum við samt fjölskylda og við erum góðir vinir.“

Hjónin höfðu ekki gert með sér kaupmála. Stofnandi Amazon er ríkasti maður jarðar og er metinn á 160 billjón dali.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!