KVENNABLAÐIÐ

Auðugasti maður heims: Innsýn í líf Jeff Bezos, forstjóra Amazon

Kolkrabbi í morgunmat, kafbátar, geimskip og hallir. Forstjóri Amazon, Jeff Bezos, hefur nýlega náð toppnum sem ríkasti maður heims í dag en hann hefur gert það afar gott í viðskiptum.

Þegar kemur að ríku fólki er deilt um hver sé áhrifamestur: Vladmir Putin, Mark Zuckerberg eða Bill Gates.

Árið 1997, þegar Amazon var einkum að selja bækur
Árið 1997, þegar Amazon var einkum að selja bækur

En þegar kemur að mæla auðæfi er enginn sem hefur tærnar þar sem Jeff Bezos hefur hælana. Hann er metinn á 150 billjónir dala. Hefur veldi hans aukist á síðustu 12 mánuðum og er hann því orðinn ríkari en meðstofnandi Microsoft, Bill Gates, sem hefur toppað alla lista frá fyrir árið 1999. Þá var hann 100 billjóna dala virði.

Auglýsing
Jeff hefur mikinn áhuga á geimnum og hefur stofnað ferðaskrifstofu fyrir þá sem vilja ferðast út í geim
Jeff hefur mikinn áhuga á geimnum og hefur stofnað ferðaskrifstofu fyrir þá sem vilja ferðast út í geim

Þetta hlýtur að teljast ótrúlegur vöxtur hjá Jeff, sem fæddur er í Nýju-Mexíkó árið 1964. Hann er sonur barnungrar brúðar og faðir hann yfirgaf fjölskylduna þegar hann var ungur. Hann var þó hæfileikaríkt barn sem gekk í háskólann í Princetown og útskrifaðist hann í rafmagnsverkfræði og tölvunarfræði.

Annað húsið í Beverly Hills
Annað húsið í Beverly Hills

Jeff hitti konu sína, rithöfundinn MacKenzie, þegar þau voru að vinna að góðgerðamálum í New York. Hún átti fyrsta skrefið og bauð honum í hádegismat. Þau trúlofuðu sig eftir þrjá mánuði og voru gift innan sex mánaða. Jeff hætti í vinnunni sinni og flutti til Seattle til að stofna Amazon og hjónin eiga nú fjögur börn. Hann skipuleggur föðurhlutverkið vandlega með því að funda aldrei að morgni til og svo fara þau hjón erlendis með börnin hvenær sem þau hafa tíma.

Auglýsing
Í Vanity Fair partýi - hjónin MacKenzie og Jeff
Í Vanity Fair partýi – hjónin MacKenzie og Jeff

Jeff sagði í viðtali að hann leyfði börnum sínum að leika með hnífa frá fjögurra ára aldri og verkfæri (þ.m.t. rafmagnsdrifin) frá sjö ára aldri. Sagði hann að hann vildi leyfa börnunum „að taka áhættur og treysta á sig sjálf – lykilatriði bæði í viðskiptum sem og daglegu lífi.“

Með fjölskyldunni á Star Treck frumsýningu
Með fjölskyldunni á Star Treck frumsýningu

Jeff veitir sjaldan viðtöl en þeir sem þekkja hann lýsa honum sem „orkumiklum“ og „jákvæðum.“ Aðrir hafa sagt að hann sé „æstur“ og hlátur hans sé eitthvað sem líkist bæði „sæljóni að maka sig og rafmagnsverkfæri.“

Fer hann á fætur snemma morguns og þarf enga vekjaraklukku.

Hittir hann fjárfesta tvisvar á ári og hefur „tveggja pizzu reglu“ sem þýðir að hann heldur bara fundi þar sem tvær pizzur nægja til að fæða fólkið sem þátt tekur í fundinum. Er hann einnig sagður afskaplega feiminn.

Fyrsta húsið hans þgar hann stofnaði Amazon
Fyrsta húsið hans þgar hann stofnaði Amazon

Hvað mat varðar hefur Bezos óvenjulegan matarsmekk og á nýlegum fundi með stofnanda Woot, Matt Rutledge, pantaði hann kolkrabba með kartöflum, beikon, græna hvítlauksjógúrt og egg í morgunmat.

Þetta er þó ekki það eina sem Bezos gerir sem telst óvenjulegt. Þegar hann er heima við er eitt sem hann gerir alltaf eftir matinn en það er að vaska upp.

Kolkrabbasalat í morgunmat er eitt af því sem Jeff er þekktur fyrir
Kolkrabbasalat í morgunmat er eitt af því sem Jeff er þekktur fyrir

 

Fram til ársins 1999 bjuggu Jeff og MacKenzie í tveggja herbergja leiguíbúð í Seattle. Í dag eiga þau að minnsta kosti fimm risastór hús um Bandaríkin: Í Medina, Washington, Beverly Hills, Van Horn, Texas, DC, og Manhattan. Þetta veldi setur hann í 25 sæti sem stærsta landeiganda í Bandaríkjunum, samkvæmt Business Insider.

Annað heimilið í Beverly Hills hefur fjögur svefnherbergi með sundlaug og er metin á 9,5 milljónir dala. Hitt húsið, einnig í Beverly Hills er metið á 18 milljónir dala og er með tennisvelli og bílskúr sem rúmar sex bíla.

Árið 2012 keypti Jeff fjórar íbúðir sem metnar eru á 12,5 milljónir dala í Art Deco byggingu í vestur Central Park í New York.

Eignin í Texas
Eignin í Texas

Nýjasta húsið er svo fyrrum textílsafn í Washington sem hann keypti á 23 milljónir dala og er að láta breyta því í íbúðarhús. Þetta sögulega safn hefur tvær georgískar hallir með marmaragólfum, örnum og viðarklæddum herbergjum. Nágrannarnir eru ekki af verra taginu, en þeir eru Obama hjónin og Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner.

Nýjasta húsið er fyrrum textílsafn
Nýjasta húsið er fyrrum textílsafn

Jeff er mikill Star Trek aðdáandi og kom meira að segja fram sem aukaleikari í „Star Trek Beyond“ frá árinu 2016.

Hjónin
Hjónin

Hefur hann einnig stofnað ferðaskrifstofu fyrir þá sem vilja ferðast út í geim: Blue Origin. Hann á einnig kafbát þar sem hann siglir og reynir að finna gamlar NASA eldflaugar. Krakkarnir hans fara oft með í þau ævintýri.

Auðurinn hefur þó ekki stigið Jeff alveg til höfuðs. Þegar hann varð ríkur skipti hann úr Chevy Blazer yfir í Honda Accord.

Jeff er nú eigandi The Washington Post og Whole Foods keðjunnar sem hann greiddi fyrir í reiðufé.

Með Bill Gates
Með Bill Gates

Jeff Bezos er þó líka örlátur og gaf 700 milljón dali til Bill and Melinda Gates stofnunarinnar ásamt 2.9 billjón dölum í reiðufé og öðrum eignum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!