KVENNABLAÐIÐ

Iman mun aldrei gifta sig aftur

Fyrrum ofurfyrirsætan Iman syrgir fyrrum eiginmann sinn, David Bowie, enn. David lést, sem kunnugt er, í janúar 2016 af völdum krabbameins, þá 69 ára að aldri.

Iman og David höfðu verið hamingjusamlega gift í 24 ár og upplýsti hún í nýlegu viðtali að hún myndi ekki ganga í það heilaga á ný: „Ég mynd aldrei gifta mig aftur. Ég minntist á eiginmann minn um daginn við einhverja og þau sögðu við mig: „Þú meinar fyrrum eiginmann þinn?“ Ég segi, nei, hann verður alltaf eiginmaður minn.“

Hér má sjá David ræða hvernig hann bauð Iman fyrst út:

Auglýsing

Iman (63) viðurkennir að hún sé „mjög einmana“ en ætli sér svo sannarlega ekki að sækjast eftir nýju ástarsambandi: „Fólk tekur myndir af mér úti og götu og [snertir handlegg minn] og segir: „Ég samhryggist þér innilega.“ Þá segi ég: „Ekki snerta mig,“ segir Iman. „Þú varst að taka mynd af mér, hvernig getur þú verið að samhryggjast. Ég skil sorg aðdáenda, en það er ekki það sama. Þau hafa misst einhvern sem þau litu upp til, við höfum misst eiginmann og föður.“

Auglýsing

Iman heldur áfram: „Og stundum, ég vil ekki að fólk viti hversu sorgmædd ég er. Fólk segir við mig: „Ó, þú ert svo sterk,“ en ég er það ekki. Ég er bara að reyna að halda lífi mínu gangandi. Allar fyrirsætuskrifstofur, allir hönnuðir, hringja í mig og segja: „Ef hún vill, viljum við að hún sýni fyrir okkur.“

„Ég vil það ekki. Ég segi við þá: „Þetta getur allt beðið, þetta er ekki að fara neitt. Eigðu þitt einkalíf meðan þú getur, því einn daginn verður allt opinbert, þannig njóttu dagsins í dag.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!