KVENNABLAÐIÐ

Stórstjarnan David Bowie er látinn, 69 ára að aldri

David Bowie er látinn, 69 ára að aldri, en hann glímdi við illvígt krabbamein í leynum og hafði verið afar heilsutæpur undanfarna 18 mánuði.

Stórstjarnan gaf út nýja breiðskífu í síðustu viku, en hann öðlaðist heimsfrægð ungur að aldri fyrir tónlist sína og var upphafsmaður glamrokkstefnunnar. Engum blöðum er um það að fletta að Bowie var einn merkasti tónlistarmaður 20 aldarinnar.

Talsmaður Bowie greindi frá andlátinu nú fyrir skömmu og sagði einfaldlega:

David hlaut friðsælt andlát í dag, umkringdur fjölskyldu sinni og hlaut loks hvíld eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein sem einkenndist af hugrekki.

3005A6D300000578-3393470-image-a-1_1452495646846

Þrátt fyrir illvíg veikindi og harða baráttu við krabbamein, kom nýjasta breiðskífa Bowie, sem jafnframt varð hans síðasta, út nú á föstudag en sjálfur hafði tónlistarmaðurinn ekki stigið út meðal almennings í marga mánuði.

Óhugnarlega falleg melódía frá meistara Bowie – breiðskífan Blackbird útgefin á morgun

Sonur Bowie, Duncan Jones, sem einnig er þekktur undir sviðsnafninu Zowie Bowie staðfesti fregnir af andláti föður síns með fallegri deilingu á Twitter og sagði einfaldlega:

Mér þykir leitt og sorglegt að staðfesta fregnirnar. Ég verð ekki nettengdur á næstu dögum. Ást til allra.

3005AC7100000578-3393470-image-a-11_1452496025393

Fjölmargir listamenn hafa þegar vottað Bowie sinn hinsta virðingarvott á samfélagsmiðlum ásamt David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem sagði það sem eflaust býr í brjósti ófárra:

Ég ólst upp við tónlist Bowie og naut þess að horfa á tónlistarsnilinginn David Bowie. Hann var meistari upprisu og endurnýjunar og hann var óskeikull. Þetta er skelfilegur missir.

Sykur birti umfjöllun um tvær af nýjustu smáskífum Bowie nú fyrir örfáum dögum, sem jafnframt urðu hans síðustu meistaraverk – smellið HÉR til að hlýða á síðustu verk stórlistamannsins sem bar nafnið David Bowie.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!