KVENNABLAÐIÐ

Donald tvítaði nafn konu sinnar, Melaniu, rangt

Forsetinn Donald Trump er mjög virkur á Twitter eins og flestir vita. Þar lætur hann gamminn geisa, óritskoðað. Bauð hann forsetafrúna Melaniu Trump velkomna heim af spítalanum en ritaði nafn hennar rangt og kallaði hana Melanie.

Auglýsing

Donald var fljótur að eyða tvítinu og setti nýtt inn, nú með nafninu réttu.

Forsetafrúin kom heim á laugardag eftir að hafa verið í nýrnaaðgerð á spítala. Kynningarfulltrúi hennar, Stephanie Grisham, sagði: „Forsetafrúin kom heim í morgun. Hún er að hvíla sig og henni líður vel. Skrifstofan hefur fengið þúsundir tölvupósta og hringinga til að óska Mrs. Trump velfarnaðar og við þökkum öllum fyrir góðar óskir.“

Auglýsing

Spurningar vöknuðu hjá fjölmiðlum af hverju Melania þurfti að dveljast í fimm til sex daga á sjúkrahúsi eftir aðgerðina, en Stephanie ýtti öllu óeðlilegu af borðinu: „Hver einasti sjúklingur er einstakur,“ sagði hún í viðtali við CNN. „Þeir sérfræðingar sem hafa verið að gefa álit sitt í fjölmiðlum eru ekki inn í málinu. Mrs. Trump var með læknateymi sem hún treysti og er það allt sem skiptir máli. Bati hennar og einkalíf skiptir mestu núna og ég gef ekkert frekar út af þessu máli.“

Donald heimsótti konu sína nokkrum sinnum og sagði við fjölmiðla að hún væri við góða heilsu: „Henni vegnar mjög vel. Mjög vel.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!