KVENNABLAÐIÐ

Fór í aðgerð til að fjarlægja þrjá lítra af vaselíni úr upphandleggjum sínum

Hann er kallaður Stjáni blái (Popeye) eftir að hafa látið sprauta allskonar efnum í upphandleggina til að fá þessa svakalegu vöðva.

Kirill Tereshin er rússneskur 23 ára gamall MMA keppandi sem varð eiginlega bara frægur fyrir að sprauta þessu drasli í hendurnar á sér. Hann hefur nefnilega ekki unnið einn einasta bardaga.

Auglýsing
Kirill Bazooka Arms
Kirill

Nú stendur hann í því að fjarlægja það sem hann hefur sett í handleggina á sér í gegnum árin því honum var sagt að hann yrði jafnvel aflimaður eða gæti dáið.

Kirill Tereshin some days before the surgery
Kirill Tereshin dagana fyrir aðgerðina

Kirill ætlaði að láta sprauta „synthol” í handleggina en efnið sem hann fékk var í raun einhverskonar gel, ekki ósvipað vaselíni.

Talið er að Kirill hafi viljað líta út eins og Stjáni blái
Talið er að Kirill hafi viljað líta út eins og Stjáni blái

Síðan þá hefur fyrrverandi kona hans, Alana Mamaeva, staðið þétt við bakið á hann til að fjarlægja ófögnuðinn. Hann er búinn að fara í eina aðgerð, en það er mikið eftir.

Auglýsing
Kirill Tereshin before the surgery - with Alana Mamaeva
Kirill og Alana Mamaeva

Alana póstaði myndbandi af honum á leið í aðgerð þar sem forviða læknar taka við honum. Kallar hún hann „Bazooka” en það er gælunafnið hans og segir að þessir upphandleggsvöðvar séu „hræðilegir” miðað við hvað hann er grannur. Hún safnaði fé til aðgerðarinnar og var á staðnum sjálf.

Kirill Tereshin shows drainage in his right arm in early September

Dr Melnikov sem framkvæmdi aðgerðina segist aðeins hafa fjarlægt ónýtan vef úr öðrum handleggnum: „Vaselín mettar vöðvana, fer undir vefina og húðina sjálfa. Það þarf að fjaræægja það en halda eftir æðunum, taugunum og virkni útlimsins. Vaselín er ekki hannað til að vera sprautað í líkamann, aðeins útvortis notkun. Kirill sprautaði þremur lítrum í hvorn handlegg. Það drepur vefinn og þú færð ör sem er sterkt eins og tré, það er meira að segja hægt að banka í það og heyra hljóðið. Við höfum fjarlægt þetta. Hann er búinn að vera með mikla verki háan hita og er þróttlítill.”

„Vaselín hefur áhrif á allan líkamann, sérstaklega nýrun,” heldur læknirinn áfram: „Ég held að Kirill hafi ekki áttað sig á afleiðingunum.”

Kirill þarf nú nokkrar aðgerðir í viðbót til að snúa þessum heimskupörum við.

Læknirinn segir: „Þetta er því miður ekki óalgengt. Í okkar landi eru konur oft sprautaðar með vaselíni og lenda í miklum vandræðum. Í stað dýrra aðgerða fara þær í svona sprautur og við þurfum svo að laga það. vaselíni er sprautað í brjóst, rassa og aðra líkamshluta. Við vörum fólk við þessu, þetta er stórhættulegt. Líkaminn höndlar þetta ekki, þú færð stór ör og án læknishjálpar getur fólk hreinlega dáið.”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!