KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Aniston og Justin Theroux eru skilin

Ekki kannski heppilegasti dagurinn til að tilkynna sambandsslit, en Jennifer og Justin tilkynntu í gær, valentínusardag að þau myndu slíta samvistum. Í sameiginlegri yfirlýsingu beggja var um ákvörðun að ræða sem tekin var í lok 2017.

Auglýsing

a jusst

Í yfirlýsingunni segir:

Yfirleitt myndum við gera þetta í einrúmi en þar sem slúðuriðnaðurinn getur ekki litið framhjá tækifæri til að búa til og geta sér til um aðstæður, vildum við koma sannleikanum á framfæri. Allt annað sem sagt er og kemur ekki beint frá okkur er tilbúningur einhvers annars. Framar öllu erum við ákveðin að viðtalda þeirri djúpu virðingu og ást sem við berum til hvors annars.

Auglýsing

Jennifer og Justin trúlofuðu sig árið 2012 og giftu sig árið 2015. Segja þau að þau séu „tveir bestu vinir sem hafa ákveðið að halda hvort sína leið sem par en hlakka til að halda áfram sínu dýrmæta vinasambandi.“

Og…allt í einu eru bæði Brad Pitt og Jennifer Aniston á lausu…svo mikið vitum við!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!