KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Aniston og Justin Theroux búa ekki lengur saman

Leikaraparið Jennifer Aniston og Justin Theroux, sem áður sáu ekki sólina fyrir hvort öðru hafa nú búið í sitthvoru lagi síðan í nóvember, eða í um tvo mánuði. Þetta staðfestir nafnlaus vinur parsins í viðtali við Life&Style. Telur hann að þau séu að keppa að sitthvorum hlutnum þegar kemur að framanum: „Hann vill taka að sér hvaða hlutverk sem er, hvar sem er og hvenær sem er.“

Auglýsing

Jen er nú komin á þann stað að hún vill eyða minni tíma á kvikmyndasetti, jafnvel þó það sé í New York. Hún skrifaði undir samning aðalstjörnu í þáttum framleiddum af Apple ásamt Reese Witherspoon. Verða þættirnir teknir upp í LA og vill hún svo leggja áherslu á framleiðslu og leikstjórn.

Auglýsing

Tveimur árum eftir giftingu Jen og Justin virðast þau vera að stefna í sitthvora áttina. Þau hafa sett upp ágætis „leikrit“ að margra mati, en það er grunnt á því góða. Jen hugsar sennilega með hryllingi til skilnaðarins við Brad Pitt árið 2005, en hann var sérlega subbulegur og allt kom í fréttum. Kannski hún vilji halda aðeins lengur áfram í von um að allt gangi upp. Þau rífast mikið: „Þau koma sér ekki saman um hlutverk og hvar þau eigi að búa. Það er mikil spenna milli þeirra. Þau hafa reynt að finna samkomulag en þau geta bara ekki búið saman núna.“

Jennifer og Justin hittust við tökur á Tropic Thunder árið 2007 og kviknaði á neistanum árið 2012.