KVENNABLAÐIÐ

Gullfalleg Carmen Dell’Orefice: Elsta starfandi fyrirsæta heims er 85 ára

„Ég hef alltaf litið á mig sem þögla leikkonu. Handritið er það sem myndatakan snýst um,“ segir Carmen Dell’Orefice, sem nýverið varð 85 ára í viðtali við Vogue eitt sinn. Henni er hampað sem elstu starfandi fyrirsætu í heimi og ólst hún upp í Vogue. Í fyrsta skipti sem Carmen birtist í blaðinu var árið 1946. Þá var hún dökkhærður unglingur en skipti alveg í sitt aðal-lúkk, silfurgrátt þegar hún var 26 ára.

(Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri)

Fjórum sinnum var hún á forsíðu blaðsins. Carmen var auðþekkjanleg með sín stóru augnlok, eins og fyrirsæta frá Endurreisnartímanum. Einu sinni fór hún að gráta þegar hún sá sjálfa sig á forsíðunni. „Mér fannst ég líta út eins og strákur,“ segir hún í viðtali árið 1983. „En það var lexía fyrir mig. Ég fór að aðskilja sjálfa mig frá stelpunni á forsíðunni.“

Hefur Carmen á sínum langa ferli bæði sem ljósmyndafyrirsæta og á sýningarpöllunum. Hún hefur setið fyrir hjá hönnuðum á borð við Isaac Mizrahi, Gianfranco Ferré og Thierry Mugler. Hún hefur alltaf verið í glamúrnum eins og sjá má – kannski hefur hún breyst í gegnum árin en alltaf er um að ræða klassíska fegurð…

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!