KVENNABLAÐIÐ

ÁTTA ATRIÐI: Þetta gerist þegar þú HÆTTIR að drekka KAFFI

Svo þú ert að velta kaffidrykkjunni fyrir þér? Hvort betra sé að hætta alfarið að drekka kaffi eða halda fast í morgunbollann? Auðvitað hefur kaffidrykkja óteljandi kosti; heldur þér vakandi og styrkir jafnvel minnið. En kostir og gallar daglegrar kaffidrykkju eru nokkrir og ástæður þess að fólk ákveður að hætta koffeininntöku í formi drykkja geta verið margvíslegar. Þetta gerist meðal annars þegar þú leggur síðasta kaffibollann frá þér og ákveður að hætta alveg:

1 – Fráhvörfin geta verið erfið í nokkra daga:

Fráhvörfin eru raunveruleg og þau geta verið erfið viðureignar. Einkennin geta m.a. verið svimi, vægur höfuðverkur og skapsveiflur. Ágætt getur því verið að segja þínum nánustu frá áður en þú leggur frá þér síðasta kaffibollann, svo ástvinir þínir skilji hvað þú ert að fara í gegnum. Þá er líka betra að draga úr kaffidrykkjunni fremur en að hætta henni skyndilega, sérstaklega ef þú drekkur 3 – 4 bolla á dag. Trappaðu þig niður og hættu svo alveg að lokum.

2 – Þú getur jafnvel grennst:

Ekki allir gera sér grein fyrir því hversu kaloríuríkir kaffidrykkir geta verið. Sérstaklega ef mjólk (að ekki sé talað um sykur eða sýróp) er sett út í kaffið. Góður Lattebolli með vanillusýrópi getur innihaldið allt að 200 kaloríum. Með það í huga er auðvelt að gera sér í hugarlund hversu margar kaloríur nokkrir slíkir bollar á dag innihalda ….

3 – En þú gætir allt eins þyngst líka:

Kaffidrykkja getur dregið úr matarlyst og stundum upplifir fólk meiri svengd þegar koffeinið hverfur úr líkamanum. Kaffi getur líka, ef drykkurinn inniheldur hvorki sýróp né rjóma, hraðað efnaskiptum. Áhrifin eru að öllum líkindum væg, en ef þú drekkur svart kaffi brennir líkaminn sennilega fleiri kaloríum en hann innbyrðir og það getur hjálpað til við þyngdarstjórnun. Vigtin gæti í þeim tilfellum farið upp á við.

4 – Svefninn lagast og þú vaknar betur:

Síðasti kaffibolli dagsins getur hindrað góðan nætursvefn, í sumum tilfellum eyðilagt næturhvíldina alveg. Þú vaknar þá þreyttari og þarft á kaffibolla að halda og þannig viðheldur líkaminn vítahringnum. Þess vegna sofa þeir sem ekki drekka kaffi, oft betur og dýpra en þeir sem drekka kaffibolla að morgni dags. Auðvitað eru fráhvarfseinkennin ekkert grín að eiga við og þau standa yfir í ákveðinn tíma, en þegar til lengri tíma er litið þá upplifa þeir sem drekka ekki koffeindrykki meiri orku en þeir sem skjóta á sig einum espresso að morgni dags.

5 – Þú upplifir aukna innri ró:

Koffein er örvandi sem merkir að í hvert sinn sem þú færð þér kaffibolla ertu í raun að stíga á taugafræðilega bensíngjöf líkamans. Koffein leysir adrenalín úr læðingi sem gerir að verkum að líkaminn er alltaf spenntur, alltaf í viðbragðsstöðu. Þess utan er koffeindrykkja ekki holl fyrir æðakerfið og hefur neikvæð áhrif á blóðþrýstinginn. Ef þú glímir við kvíða og óró, er tilvalið að leggja kaffibollann frá þér.

6 – Þú gætir fundið þverrandi orku í ræktinni:

Engu að síður spila örvandi áhrif koffeindrykkja þátt í frammistöðu, t.a.m. í ræktinni sem getur komið sér vel ef þú ætlar að spretta úr spori á hlaupabrettinu eða kasta þér inn í hóptíma, svo eitthvað sé nefnt. Sumir sérfræðingar vilja jafnvel ganga svo langt að segja að koffein geti bætt árangur og frammistöðu í íþróttum. Stundum er það enda rétt, því árangri verður varla náð án þess að nokkur vinna liggi að baki.

7 – Ró og friður kemst á meltinguna:

Kaffikúkur er raunverulegur fylgifiskur koffeininntöku. Sumir kunna vel að meta þá örvun sem fylgir í kjölfar kaffibollans en aðrir kunna illa við aukinn hraða í meltingarvegi. Þess utan er kaffi með hátt sýrustig sem kyndir undir hraðari meltingu. Í raun og veru getur það eitt að leggja frá sér kaffibollann því dregið úr tíðum salernisferðum.

8 – Þú verður af mikilvægum andoxunarefnum:

Hér er þá komin nokkuð merkileg staðreynd; kaffi er sneisafullt af andoxunarefnum. Það hafa rannsóknir sýnt fram á, en ein slík sýndi fram á að konur sem drekka fimm eða fleiri kaffibolla á dag eru mun ólíklegri til að fá ákveðna gerð brjóstakrabbameins. Önnur nýleg rannsókn sýndi þá einnig fram á að fólk sem drekkur þrjá til fimm kaffibolla á dag er í minni hættu á að deyja úr hjartasjúkdómum. Grænt te inniheldur þó gnægt andoxunarefna svo ef ætlunin er að leggja af kaffi- og tedrykkju skaltu fyrir alla muni borða meira af grænmeti og ávöxtum á hverjum degi.

Sjá einnig: Skemmtilegt – „Af hverju þarf ég alltaf að kúka eftir fyrsta kaffibollann?“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!