KVENNABLAÐIÐ

Skemmtilegt – „Af hverju þarf ég alltaf að kúka eftir fyrsta kaffibollann?“

Vissir þú að kaffidrykkja örvar þarmana? Kaffi, sérstaklega fyrsti bolli dagsins örvar þarmana og getur vakið meltingarfærin hressilega eftir góðan nætursvefn. Þar af leiðandi finna ófáir kaffiunnendur hjá sér beina þörf til að fara á klósettið stuttu eftir að rjúkandi drykkurinn er kominn í bollann.

Hljómar einkennilega, ekki satt? Ekki allir kaffiunnnendur bregðast eins við og þannig er talið að einungis 23% kaffidrykkjufólks kannist við fyrrgreint og þar af helmingi fleiri konur en karlar. Kaffi er því allra meina bót að morgni til, sér í lagi ef meltingin hefur verið hæg að undanförnu. Ekki er að fullu vitað hvers vegna og eru ýmsar kenningar á lofti þar að lútandi – eitt er þó víst að kaffi leysir hormónið Gastrin úr læðingi, sem örvar meltinguna.

Hressandi staðreyndir að morgni dags! 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!