KVENNABLAÐIÐ

Dýralögregla tekur til formlegra starfa í Noregi í dag

Norðmenn líta dýraníð grafalvarlegum augum og nú er svo komið að lögreglan í suður-Þrándalagi hefur hlotið fjármagn til að setja á lagggirnar sérstaka dýralögreglu sem samanstendur m.a. af saksóknara og rannsóknarlögreglufulltrúa sem ætlað er að standa vörð um sjálfsögð réttindi málleysingja.

Þessu greinir norski miðillinn VG frá í dag, en starfshópurinn var formlega kynntur sl. föstudag og er sá fyrsti sinnar tegundar innan norsku lögreglunnar. Norðmenn hafa löngum setið á rökstólum þar sem umræðan um sérstakan löggæsluhóp sem stendur vörð um réttindi dýra hefur farið stórum, en í janúar á þessu ári lýsti ríkisstjórnin því loks yfir að til stæði að starfrækja dýralögreglu til reynslu.

Þá tilkynnti norska ríkisstjórnin í apríl sl. að lögreglan í suður-Þrándalagi skyldi ríða á vaðið og þar með sannreyna hvort dýralögregla á erindi við norskt samfélag, en um tilraunaverkefni er að ræða sem mun standa yfir í þrjú ár. Þremur milljónum norskra króna verður varið til verkefnsins, eða því sem nemur tæpum 48 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi og segir Sylvi Listhaug, landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs að hún sé í skýjunum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar, en það var Sylvi sjálf sem kynnti verkefnið opinberlega í apríl sl.

Í dag er runninn upp stór dagur í Noregi, fyrir alla þá barist hafa gegn dýraníði og þá sem láta sig almenna velferð dýra varða.  

Norska matvælaeftirlitinu bárust u.þ.b. 7300 vanrækslutilkynningar á síðasta ári, en af þeim voru einungis 38 mál tekin til formlegrar rannsóknar, en þá lögðu 365 einstaklingar fram kæru til lögreglu vegna rökstudds gruns um dýraníð á árinu 2014.

Hér má sjá Sylvi Listhaug kynna verkefnið á blaðamannafundi sl. föstudag þar sem hún útlistar m.a. nauðsyn þess að koma á laggirnar sérstökum löggæsluhópi sem hefur það eina hlutverk að standa vörð um réttindi og velferð dýra; hér má lesa frétt norska miðilsins VG á vefnum:

 

Sjá einnig: Áhrif hundahalds á líf og heilsu öryrkja

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!