KVENNABLAÐIÐ

Gagnrýnir of skjótan fréttaflutning af andláti á öllum helstu fréttamiðlum í dag

Sigurður Sigurbjörnsson, mágur tónlistarmannsins Haralds Reynissonar eða Halla Reynis, segir aðstandendur hafa haft rétt um 17 klukkustundir til að ná áttum eftir óvæntar andlátsfréttir ástvinar síns áður en allir helstu fréttamiðlar höfðu birt frétt um málið.

Sigurður skrifar:

Kæru vinir, ég get ekki orða bundist en ég er gjörsamlega yfir mig hissa á nokkrum af helstu fréttamiðlum landsins!

Að aðstandendur látins einstaklings fái ekki nema rétt rúmar 17 klukkustundir til þess að ná áttum, og gefa sér tíma til að, þó ekki væri nema til að tilkynna fjölskyldu og nánustu aðstandendum og vinum áður en fjölmiðlar birta frétt um andlátið. Er ekki einu sinni hægt að gefa fólki, þó ekki væri nema 24+tíma?

Auglýsing

Þetta var gert á nokkrum vefmiðlum í dag og hafi þeir skömm fyrir! Hvað liggur svona á? Í alvörunni?? Og ekki reyna að svara eins og ein stúlka á vefmiðli sem bar fyrir sig að þetta væri komið á alla helstu vefmiðla landsins.

Aðeins einn fjölmiðill sýndi fjölskyldunni virðingu í dag og það var Morgunblaðið og hafi þeir þökk fyrir.

Auglýsing

Mig langar að benda á 3.grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands en þar segir:

„Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“

Fóru þessir nokkru vefmiðlar eftir þessari grein í dag? Hvað finnst ykkur? Og hverjar eru afleiðingar fjölmiðla á að brjóta þessa 3.grein??

Við ykkur hin sem vinnið á þessum vefmiðlum og lá svona á að tilkynna um andlátið langar mig að segja: Reynið að setja ykkur í spor fólks og spegla ykkur í aðstæðunum.

Að sinni ætla ég ekki að skrifa meira um þetta þar sem ég gæti skrifað eitthvað sem ég sé eftir.

Deili þeir sem vilja þessari færslu minni ef það hugsanlega gæti orðið til þess að fjölmiðlamenn í svona æsing og hugsunarleysi myndu kannski setja sig í samband við aðstandendur fyrir næstu andlátsfregn!

Hvíl í friði elsku Halli minn

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!