KVENNABLAÐIÐ

Móðir Milu Kunis er brjáluð vegna framhjáhaldsásakana á hendur Ashton Kutcher

Leikarinn Ashton Kutcher var nýskilinn við Demi Moore þegar hann hóf samband við Milu Kunis sem nú er eiginkona hans – en móðir hennar var ekki hrifin.

Ashton hafði verið ásakaður um framhjáhald gagnvart Demi, í seinna skiptið á brúðkaupsafmælinu þeirra.

Mila á Golden Globes 2012
Mila á Golden Globes 2012
Auglýsing

Þegar hann hitti Milu og endurvakti kynnin við hana, en þau höfðu leikið saman í þáttunum That 70´s Show þegar hún var 14 og hann 19, urðu þau fljótlega ástfangin. Þetta gerðist á Golden globe verðlaunahátíðinni í janúar 2012.

mila2

Mila segir seinna frá því þegar hún sagði mömmu sinni frá því að hún væri að hitta hann í hlaðvarpi Dax Shepard: „Ég sagði mömmu að ég væri að hitta hann. Við vorum að keyra upp Laurel Canyon og ég var bara: „Mamma ég verð að segja þér, ég er að hitta mann,” og hún var bara: „Ó segðu mér! Hvern ertu að hitta?” og ég var bara: „Haltu þér, ég er að hitta Ashton Kutcher..og hún sagði bókstaflega á rússnesku: „Haltu fo**** kjafti.” Ég bara: „Nei, þetta er alvöru, ég gæti verið ástfangin af honum…” hún var ekki ánægð og komst ekki yfir þetta. Það eru svo margar útgáfur af lífi hans og fólk hélt hann væri einhvernveginn sem hann var ekki.”

Auglýsing

mila99

Þau hittust fyrst þegar þau léku parið Michael Kelso og Jackie Burkhart árið 1998. En Mila var bara 14 og hann 19 þannig rómantík var ekki í kortunum. Árum seinna urðu þau vinir og svo eftir þriggja mánaða samband bað Ashton Milu að flytja inn til sín en hún þurfti að sannfæra móður sína: „Hann var að skilja. Það var löngu tímabært og hann var löngu, löngu kominn yfir það en það var allskonar misskilningur varðandi skilnaðinn. Hann er mjög prívat og virðingarfullur þannig hann vildi ekki segja neitt og hann leyfði bara sögunum að grassera. Og fólk trúir þessum sögum.”

mila34

Á Golden Globe hátíðinni flugu neistar. Mila segir: „Ég sá þennan myndarlega mann fyrir aftan mig og ég hugsaði, „vá, hvað hann er heitur” svo bara áttaði ég mig á: „Guð, þetta er Kutch!”

Eftir hátíðina fóru þau í partý til hans. Þau kysstust þar í fyrsta skiptið. Ashton segir: „Ég reykti ennþá sígarettur þarna. Hún vildi, en samt ekki, þannig ég blés reyknum upp í hana. Ég var bara…„allt í lagi…””
Þetta kvöld urðu þau nánari og nánari og í dag eru þau gift og eiga tvö börn.

Móðir Milu er nú reið vegna fréttanna um að Ashton hafi haldið framhjá Demi í tvígang. Óttast hún um dóttur sína, en Mila stendur þétt við bakið á Ashton.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!